Listaverkasafn Fjallabyggðar

Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamaður/hópur 2014. Þuríður Sigmundsdóttir formaður leikfélagins tók við viðurkenningunni úr hendi Guðrúnar

Bæjarlistamaður 2014 - Leikfélag Fjallabyggðar


Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamaður/hópur 2014. Þuríður Sigmundsdóttir formaður leikfélagins tók við viðurkenningunni úr hendi Guðrúnar Unnsteinsdóttur fulltrúa markaðs- og menningarnefndar.

Ávarp Guðrúnar Unnsteinsdóttur.

Góðan dag ágæta samkoma!
Ég er hér í forföllum formanns Markaðs- og menningarnefndar til að afhenda viðurkenningu þeim hópi sem valinn hefur verið Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2014.
Menning er mikilvæg öllum samfélögum, stórum sem smáum, og hefur hún verið skilgreind sem þroski mannlegra eiginleika mannsins. Eins hefur verið talað um að menning sé sameiginlegur arfur, venjulega skapaður af mörgum kynslóðum. Algengt er að ekki sé gerður munur á orðunum menning annars vegar og listir hins vegar. En í orðabók Menningarsjóðs er list skilgreind sem sú íþrótt að búa til eitthvað fagurt og eftirtektarvert.
Leikfélagi Fjallabyggðar hefur svo sannarlega tekist að búa til eitthvað fagurt og eftirtektarvert. Félagar þess sýndu okkur, íbúum Fjallabyggðar, hvers við erum megnug þegar við störfum saman í sátt og samlyndi. Sameining Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar var vel heppnuð og úr varð sterkara og fjölmennara leikfélag sem skilaði af sér góðu verki á síðasta ári undir öruggri stjórn Guðmundar Ólafssonar, sem jafnframt skrifaði verkið. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi í Tjarnarborg aftur og aftur og þótti svo gott að það var valið það áhugaverðasta hjá áhugamannaleikfélagi á landinu og var leikfélaginu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu í júnímánuði. Var það stór stund fyrir áhugaleikara á landsbyggðinni að standa á fjölum Þjóðleikhússins.
Ég vil biðja formann Leikfélags Fjallabyggðar að koma hér upp og veita viðurkenningunni móttöku.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf